19/05/2015
Sannkölluð veisla í farangrinum.
Antipasti merkir á ítölsku það sem kemur á undan aðalréttum og hér er semsagt um að ræða smárétti sem geta verið allt frá einfaldri brúskettu (grillaðri brauðsneið, hvítlauksnúinni) með tómötum, basil og jómfrúrolíu eða ostapinna til flóknari rétta. Grillað grænmeti og ólífur eru ómissandi antipastiréttir, sem hafa fest sig í sessi sem hluti af aperitivo, þ.e. fordrykkjarsnarli. Saclà hefur þróað línu antipastismárétta þar sem saman saman kemur grillað grænmeti í olíu, grænmetismauk og svo náttúrlega hinar ómissandi ólífur. Saclà Bruschettina tómatamaukin eru líka tilvalin á smáréttaborðið sem hinir safaríku ofnbökuðu (Oven Roasted) tómatar. Sósurnar í Intenso Stir-in línunni sem og pestóin er líka tilvaldar til að smyrja með smákex eða smábrauð og toppa e.t.v. með kokteiltómatahelmingum, basillaufi, rækju eða hverju því sem hugmyndaflugið (í samvinnu við bragðlaukana) kann að stinga upp á.
Antipastiréttahugtakið hefur með tímanum teygt sig út fyrir hinar upprunalegu „notkunarreglur“ ef svo má segja og hinir margvíslegu og margslungnu réttir njóta síaukinna vinsælda um heim allan, hvort sem um er að ræða í hlutverki forrétta eða smárétta við hin ólíkustu og ólíklegustu tækifæri. Litríkur antipastidiskur er alltaf við hæfi og gleður augu jafnt sem bragðlauka og gefur mikið frelsi bæði til undirbúnings og athafna. Hægt er að byggja heila veislu á antipastismáréttum, þeir eru tilvaldar sem „brunch“, sem fordrykkjarsnarl, miðnætursnarl, klúbbaréttir, í pallpartýið á sólríkum sumardegi og eins er upplagt að kippa með sér nokkrum antipastiréttum eða antipastihráefnum þegar ykkur er boðið í grillveislu eða matarboð almennt. Antipastiréttir eru sannkölluð veisla í farangrinum sem hægt er að kippa með og útbúa nánast hvar og hvenær sem er.
Á blönduðum antipastibakkanum ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi og uppgötva e.t.v. líka áður óþekkt brögð í litríkum munnbitum.
Hér fylgja nokkrar tillögur á antipasti-plattann.
- Hráir grænmetisstönglar, s.s. sellerí, gulrætur, agúrkur, mozzarellaostkúlur, litlar eða venjulega skornar í bita
- Saclà grænmeti í antipasti smáréttalínu, s.s. grilluð þistilhjörtu, sólþurrkaðir tómatar, peperonata paprikumauk og viðarkolgrillaðar paprikur
- Saclà ólífur (Olive Mix aperitivo, Bellla di Cerignola olive Leccino) og tapenademauk (með svörtum & grænum ólífum, þistilhjörtum og aspas
- Saclà pestóin og Intenso Stir-in sósurnar er tilvalið að smyrja á smábrauð eða kex sem aperitivosnakk eða smárétt
- Hráskinkusneiðar
- Grissini, smábrauð og smákex
- Niðurbitaður ostur að vild
- Salamipyslusneiðar eða peperoni
- Aðrar skinkur og álegg að vild
- Súrar gúrkur
- Saclà Bruschettina tómatamyrjur (með ólífum, tómötum & basil eða chilli)
- Saclà Oven Roasted tomatoes ofnbakaðir tómatar (með ólífum, chilli eða kapers)
- Vel bakaðir maukaðir hvítlauksgeirar
- Saclà kryddaðar ólífuolíur (tilvalið að dreypa þeim t.d. yfir mozzarella- tómatasalat eða grillað grænmeti
- Nokkrir kokteiltómatar
- Nokkur fersk basillauf
- Grillað grænmeti (t.d. zucchini eða eggaldinsneiðar)
- Sneiðar af sætri melónu (cantaloupe aða hunangs)
- Grófar flygsur eða bitar af parmesan- eða Grana Padano osti
- Sneiðar af reyktum laxi
- Nokkrar rækjur til að setja ofan á smábrauð ásamt t.d. skeið af Saclà kóríanderpestó
Lesið meira um aperitivo smáréttina, óífurnar, bökuðu tómatana og La Bruschettina tómatamaukin frá Saclà.
Antipasti smáréttir
Ólífur