Brúskettur í partýið

Brúskettur, þessi fjölhæfu smábrauð, toppuð með hinu ýmsa áleggi, allt frá kjöti til grænmetis, eru ein af aðaluppistöðum í hinum ástsæla “aperitivo”, fordrykkssmáréttaflokki ítalska. Þessar smábrauðsneiðar, grillaðar eða ristaðar, eru upplagður máti til að reiða fram litríka og girnilega smámáltíð fyrir vini og vandamenn án þess beinlínis að þurfa að “elda”. Það er auðvelt og

Elsku besta polpettan mín

Ítalska orðið “polpetta”, var upphaflega notað yfir kjötbollur og líklegt að orðið vísi til “polpa” sem er safaríkasti hluti kjötsins og oft var notaður í bollugerðina. Í tímans rás, hefur merking þessa krúttlega matarorðs breikkað og í dag er það notað sem samheiti yfir “polpette” eða bollur úr hinu ýmsa hráefni öðru en kjöti, t.d.

Pestó, pestó elsku pestó!

Pestó – Hið einstaka go-to (tilbúið til neyslu, án frekari eldunar) hráefni til að nota í ljúffenga hversdagsrétti (ekki síður en þá hátíðlegri). Pestó er ekki sósa, sem skyldi hafa á hillunni og grípa til í neyð ef svo mætti segja. Það er tími til kominn að allir geri sér grein fyrir kraftinum og hinum

Dásamlega samlokan

Einn af hinum ótal góðum eiginleikum varanna frá Saclà, er hvað þær eru fjölhæfar. Pastasósurnar henta ekki síður saman við alls kyns pottrétti, súpur, út á pizzuna sem og út á pastaréttina. Antipastigrænmetið er hægt að útfæra á ótal vegu, hvort sem er eitt og sér með brauði ásamt fleiri antipastihráefnum (eins og t.a.m. hráskinkum,

Tómata- og basildraumurinn

Basil er flokkuð sem sumarkryddjurt og tómatar er líka sumargrænmeti þótt þeir fáist náttúrlega allt árið líkt og ferskt basil. Á Ítalíu eru þessi tvö eðalhráefni heilög ef svo má taka til orða og væru án efa í dýrlingatölu ef hægt væri að veita hráefni slíkan titil, svo mikil er virðingin fyrir þessari grænmetistvennu, sem

Antipasti á undan eða einir og sér

Hinir ítölsku “antipasti” eru löngu orðnir fastir liðir á matseðlum sem og í hugum fólks um heim allan sem fjölbreytt blanda smárétta, aðallega kaldra. Uppruni þessa lystaukandi og litríka uppskriftaflokks á sér langan aðdraganda í sögu Ítalíu, og við sögulegt samhengi bætist svo staðsetning viðkomandi smáréttar. Allt sameinast um að úr verður sérlega litskrúðugur flokkur
Oven Roasted Tomatoes with Garlic & Capers

Oven Roasted tómatar: heilir, mjúkir og sætir

Oven Roasted ofnbökuðu tómatarnir frá Saclà eru byggðir á einstakri uppskrift, sem hefst með afar nákvæmri vinnslu á tómötunum meðan þeir eru enn ferskir. Tómatatínslan fer fram í ágúst þegar ítalska sólin er sem hæst á loft og nær því að þroska hinn eðla tómat á sem fullkomnastan hátt. Tómatarnir eru síðan unnir innan 24

Hvaða sósur með tagliatelle og penne

Tagliatelle og penne eru meðal ástsælustu pastaformanna, enda sérlega fjölhæfar hvor á sinn hátt og þægilegar undir tönn. Tagliatelle pastalengjurnar eru upprunnar í hjarta Emilia-Romagna héraðs og eru bæði til úr eggjablönduðu deigi „all’uovo“ og úr venjulegu deigi. Ekki er skrýtið að þessi safaríka pastategund sé upprunninn í Emilia-Romagna, en það hérað er þekkt fyrir
Paprikufjör

Paprikufjör

Paprikur eru hráefni sem býður upp á ótal notkunarmöguleika í eldamennsku. Bragð þeirra er ákveðið og sætt (fer eftir um hvaða lit eða tegund er að ræða náttúrlega). Paprikur er upprunnar S-Ameríku, en í heimahögum Saclà, Ítalíu, eru paprikur aðallega ræktaðar á Mið- og Suður-Ítalíu vegna hins milda loftslags. Piemontehérað er einnig þekkt fyrir hinar

Sannkölluð veisla í farangrinum.

Sannkölluð veisla í farangrinum. Antipasti merkir á ítölsku það sem kemur á undan aðalréttum og hér er semsagt um að ræða smárétti sem geta verið allt frá einfaldri brúskettu (grillaðri brauðsneið, hvítlauksnúinni) með tómötum, basil og jómfrúrolíu eða ostapinna til flóknari rétta. Grillað grænmeti og ólífur eru ómissandi antipastiréttir, sem hafa fest sig í sessi
NÝTT – Tælandi trufflupestó

NÝTT – Tælandi trufflupestó

Nýjasta pestósósan frá Saclà er algjört dúndur hráefni. Um er að ræða pestó með ítölskum svörtum sumartrufflum í hæsta gæðaflokki. Einstakur keimur þessarar nýju skörpu sósu, nýtur sín frábærlega saman við ferskt pasta, með kjúkling, út á brúskettuna (e.t.v. að viðbættu ansjósuflaki og saxaðri steinselju og ekki verra ef brauðsneiðin er gyllt fyrst í smjöri)

10 + 10 uppskriftahugmyndir með basilpestó

1. Pestó- kjúklingabollur. Hrærið saman 450g af kjúklingahakki (hakkaðar bringur), 1/2 bolla af Saclà organic basilpestó, 1/2 bolla fersku brauðraspi, 1/4 bolla af mjólk og 1/4 bolla a niðurrifnum parmesanosti. Mótið litlar bollur og steikið við miðlungs hita í jómfrúrólífuolíu þar til léttgylltar og stökkar. Berið fram t.d. með fersku salati og brauði. 2. Pestó-rjómakjötbollur.
Breytt útlit og aukið vöruval

Breytt útlit og aukið vöruval

Saclà hefur fengið frábærar viðtökur og vegna fjölda ábendinga höfum við aukið við vöruval í hinum geysivinsæla pestóflokki (auk nýstárlegri bragðtegunda fæst nú klassíska basilpestóið og rautt pestó í lífrænum útgáfum) sem og í sósum. Einnig hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á útliti og Stir Through sósuflokkurinn ber nú nafnið Intenso Stir-In. Endilega skoðið nýja
Ólífur og ólífuolía á alla kanta

Ólífur og ólífuolía á alla kanta

Ólífurækt hefur um 2000 ára skeið gegnt mikilvægu hlutverki í landbúnaði landanna við Miðjarðarhaf og síðla hausts þegar nýja ólífuolían kemur nýpressuð fagurgræn á flöskur, bíða menn í ofvæni eftir að dreypa á „hinu rennandi græna gulli“, eins og ólífuolían var gjarnarn kölluð til forna. Ólífan hefur löngum verið tákn friðar og heilsu og næringargildi

Huggulegir haustréttir

Haustið er gjöfull árstími og fallegur í sínum ótal litbrigðum, sem endurspeglast síðan í hráefni þess. Rótargrænmeti, ber, epli, vín og ólífur eru meðal þess hráefnis sem kemur upp í hugann er við hugsum um haustmat almennt. Á Íslandi er lambakjöt og villibráð náttúrlega ofarlega á haustmatarlistanum. Kólna tekur í lofti og veturinn smýgur gegnum

Ilmandi basiluppskera í Piemonte

Basiluppskerutíminn náði hámarki um þessar mundir á basilökrum Saclà í Piemonte á N-Ítalíu, en basiltínslutímabilið hefst í júní og stendur allt til lok september að öllu jöfnu. Mikil vinna felst í vökvun á ökrunum, en náttúran sér um þann þátt að einhverju leyti og í ár hefur rigningin verið Ítölum afar örlát. Það eru sem
Oven Roasted Tomatoes with Garlic & Capers

Nýjung – Oven Roasted Tomatoes

Tómatarnir okkar eru tíndir á besta tíma, eða í ágúst, þegar ítalska sólin er sem hæst á lofti og því kjöraæstæður fyrir hinn „gullna ávöxt“, tómatinn að þroskast eins vel og unnt er. Tómatarnir sem við notum í Oven Roasted tomatoes- línuna eru af Roma-afbrigðinu og eru afhýddir og ofnbakaðir strax að tínslu lokinni og

Hin fjölhæfu þistilhjörtu

Viðarkolgrilluðu olíulegnu þistilhjörtun frá Saclà og niðursoðnu olíulegnu þistilhjörtun, eru einstakt sælgæti og sérlega lystaukandi, enda er grænmetið á meðal þess vinsælasta í hinni klassísku ítölsku „antipasti“-smáréttaflóru, sem inniheldur m.a. olíulegið grænmeti, grillað og niðursoðið sem og ferskt grænmeti, hráskinkur, kryddpylsur, köld hrísgrjóna- og pastasalöt, osta og margt fleira. Þistilhjörtun frá Saclà eru einnig tilvalin

Tómatar fyrir sumarið

Tómatar: ferskir, þykkni (concentrated), í safaformi, sólþurrkaðir….. það er sama í hvaða formi þeir eru, tómata skyldi aldrei vanta í almennt mataræði. Hið háa lýkopenhlutfall í tómötum stuðlar að verndun bæði beina og húðar. Lýkópen er eins og við vitum öflugt andoxunarefni og tilheyrir karotín-efnaflokknum. Lýkópen er öflug vörn gegn sindurefnum í líkamanum. Líkaminn getur

Syngjandi Saclà á vörusýningu ÍSAM

ÍSAM hélt vörusýningu sína í fjórða skiptið s.l. föstudag 9. maí á Hilton Reykjavík Nordica, en á vörusýningun er vettvangur, þar sem ÍSAM býður viðskiptavinum sínum á smásölumarkaði og HORECA að mæta til að skoða sem og smakka fjölbreytt úrval vörutegunda sem fyrirtækið býður upp á. Ætla má að um 1000 Saclà var að sjálfsögðu

Saclà á Cibus og „I love Italian Food“ á Fuori Salone

Alþjóðlega Cibus matarmessan í Parma er nýafstaðin, en Cibus er haldin annað hvert ár og nú var sýningin haldin í 17. sinn dagana 5., 6. og 7. maí. Á síðustu árum hefur Cibus fest sig í sessi sem lykilviðburður til að koma ítölskum landbúnaðarafurðum á framfæri í heiminum og sýningin (sem eingöngu er opin fagaðilum),

Páskamánuðurinn er pastamánuður

Það fyrirfinnst vart sá réttur í ítalskri matarmenningu, sem hefur tekist líkt og pasta að verða tákn þeirrar sömu á eins auðkennandi hátt og raun ber vitni. Gæfugengi þessa ástsæla réttar hófst í héruðum Ítalíu og varð fljótt einn vinsælasti réttur landsins og eins og við vitum hefur pastamenningin fyrir löngu afmáð öll landamæri og
Þemauppskriftir marsmánaðar – klúbbaréttir

Þemauppskriftir marsmánaðar – klúbbaréttir

Marsmánuður var tileinkaður klúbbaréttum á www.sacla.is Klúbbauppskriftir mánaðarins voru eftirfarandi: Brúskettur með pestó, sólþurrkuðum tómötum og furuhnetum Brúskettur með camembert, karrý og paprikutvennu Brúskettur með grilluðum paprikum Humarsalat með rauðlauk, grilluðum paprikum og basil Volg salatbomba með nautakjötsstrimlum og grænmeti Hráskinkusæla með þistilhjarta-basilmauki   Skoða fleiri uppskriftir að réttum í klúbbinn!

Brúskettur og matarmikil salöt í klúbbinn

Réttir í klúbbinn hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem sjálfstæður uppskriftaflokkur, enda fyllilega tilefni til, þar sem um er að ræða einstaklega fjölbreytta flóru rétta, sem eiga það sameiginlegt að þykja vel til þess fallnir að gleðja augu og maga í góðra vina hópi. Pinnamatur, heitir og kaldir brauðréttir, pizzur, salöt af ýmsu

Þemauppskriftir í febrúar – Sjávarfang og tómatar

Smellið á krækjurnar hér að neðan til að skoða þemauppskriftir febrúarmánaðar: sjávarfang & tómatar. Linguine með tómatpestó, chilli og risarækjum Linguine „alla marinara“ Gratineraður fiskur „alla siciliana“ Túnfiskur og linsur í kokteiltómatasósu Laxasneiðar í kokteiltómatasósu með ólífum Tómatasúpa með fiski

Fiskur og tómatar

Fiskur og tómatar eiga einstaklega vel saman sem hráefni, hvort sem um er að ræða ferska, þurrkaða, eða niðursoðna tómata og þessi frábæra tvenna, er þema í uppskriftum febrúarmánaðar á www.sacla.is, þar sem gefnar verðar uppskriftir að fiskréttum með tómatasósunum og sólþurrkuðu tómötunum frá Saclà. Hvítur fiskur, s.s. lúða, ýsa, þorskur og barri sóma sér

Uppskriftir mánaðarins – janúar

Kryddolíur í matargerð var þema janúarmánaðar og voru uppskriftir mánaðarins tengdar þessu fjölhæfa hráefni, en kryddbættu jómfrúrólífuolíurnar frá Saclà má nota í ólíkustu rétti, s.s. út á pizzuna, pastað, út í súpuna og salatið, yfir brúskettuna, út á fisk og kjöt, saman við soðið grænmeti ofl. Skoðið uppskriftir mánaðarins: Spaghetti „aglio, olio, peperoncino“ Þrefalt chillispaghetti

Forsíða Saclà Fréttir Vörur Ástríðan okkar Uppskriftir Hvernig notar maður kryddolíur í eldamennsku?

Ítalir eru afar stoltir af jómfrúrólífuolíunni sinni og er hún ein mikilvægasta fæðutegundin í ítalskri matargerð, enda er hún bragðgóð, heilsusamleg og algerlega náttúruleg. Jómfrúrólífuolían er eina jurtaolían sem fæst úr einni pressun án nokkurrar sérstakrar meðhöndlunar eða viðbót utanaðkomandi efna. Olían inniheldur E, A, K og D vítamín sem eru mjög auðug af andoxunarefnum

Antipasti við öll tækifæri

Ítalska orðið „antipasto“ merkir „á undan máltíð“ og er notað sem samheiti yfir smárétti „antipasti“, sem löng hefð er fyrir að bornir séu fram í upphafi máltíðar til að hita upp bragðlaukana og opna magann fyrir aðalréttinn sem á eftir fylgir. Það skemmtilega við „antipasti“, er að nánast hvaða hráefni sem er (svo framarlega sem

Kryddaðar ólífuolíur

Saclà kynnir nýja vörulínu: Aukin fjölbreytni fyrir enn meira bragð …Ljúffengt úrval af kryddblönduðum bestu fáanlegu jómfrúrólífuolíum. Saclà hefur í yfir 30 ár verið leiðandi á ítalska matvælamarkaðnum með ólífuafurðir og sérhæft sig í uppskriftum byggðum á hefðum Miðjarðarhafseldamennsku. Við byggjum á þessari áralöngu sérhæfingu við hönnun hinnar nýju hágæða ólífuolíulínu. …Sem viðbót við Saclà pestóin, Stir

Pestó í skvísu – Nýtt á Íslandi

Hin vinsælu pestó frá Saclà, hið klassíska basilpestó og tómatpestó, eru nú einnig fáanleg í handhægum plastflöskum, skvísum eins og við kjósum að kalla þessar nýju umbúðir, með tilvitnun til ensku sagnarinnar „squeeze“, sem merkir „að kreista“. Það er sérlega þægilegt að nota pestó á þennan hátt, maður einfaldlega kreistir pestóið út á pastað, pizzuna,

ÍSAM tekur við Saclà

Ísam færir þá stórfrétt, að fyrirtækið hefur tekið við dreifingu á hinum þekktu ítölsku sælkeravörum frá Saclà sem margir Íslendingar eru að góðu kunnir. Klassíska vörulínan frá Saclà gefur góða mynd af gildum og heimspeki fyrirtækisins, sem hefur alla tíð varðveitt í hjarta sínu eftirfarandi grunngildi: verndun bragðgæða hefðanna, ástríðuna fyrir vinnunni og ástina á

Saclàtónleikar í stórmarkaði

Saclà matvælafyrirtækið er ekki bara uppfinningasamt í vöruþróun sinni og uppskriftum, en stendur gjarnan fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum til að vekja athygli á vörum fyrirtækisins og undirstrika ítalskan uppruna þeirra. Nú í haust stóð Saclà fyrir fyrstu „stórmarkaðstónleikum“ sínum. Nokkrir viðskiptavinir verslunarkeðjunnar Waitrose í London, fengu óvæntan ítalskan söngglaðning í kaupbæti, er nokkrir óperusöngvarar (dulbúnir