Finndu þínar vörur hér!

Finndu vörur þínar hér!

corona

Sjálfbærni

Græn skilaboð í krukkunum okkar

Í áttatíu ár hefur umhyggja, hæfileikar og ást verði hornsteinn okkar í framleiðslu matvæla. Við berum virðingu fyrir hefðum, heiðrum hefðbundnar aðferðir í ræktun og varðveislu grænmetis þar sem við fylgjum hrynjanda árstíðarinnar eftur bestu getu. Við höfum þróað ákaflega gott samband við garðyrkjubændur okkar og ræktendur þar sem fjárfest hefur verið í gæðum og sjálfbærni.
„Grænt er gott fyrir viðskiptin“
Saclà leggur sig fram um að stjórna umhverfisáhættu og -skuldbindingum. Markmið okkar eru gegnsæ og raunsæ og við höfum þróað, innleitt og notað EMS kerfi (Environmental Management System). Við erum byrjuð að vekja athygli á þessu og markaðssetja framfarir okkar innanlands og utan; fyrst er að láta vita og fá fólk til að hlusta. Við viljum innleiða raunverulegan og jákvæðan ávinning með því að hlusta alltaf á þarfir þeirra og einblína á hverju er raunverulega hægt að ná.
corona

Sjálfbærni

Hvernig við tileinkum okkur sjálfbæra starfshætti

Koltvísýringur

Við drögum úr útblæstri koltvísýrings með því að nota endurnýjanlega orkugjafa á öllum stigum framleiðslunnar, t.d. með noktun á sólarrafhlöðum, varmaendurvinnslukerfum, minnkun á hitadreifingu og endurheimt varma. Þetta hjálpar okkur að minnka losun koltvísýrings um 400 tonn á hverju ári.

Úrgangur

Úrganginum er skipt niður í 36 mismunandi flokka fyrir endurvinnslu: sem dæmi 50% af úrganginum er selt til endurvinnslustöðva og úrgangsolía er jafnvel notuð til að búa til sápu. Stefna okkar er alltaf að minnka magn úrgangs sem við framleiðum, það gerum við með því að nota sífellt skilvirkari framleiðsluferla.

Umbúðir

Við lágmörkum notkun efna í umbúðir okkar til að gera þær eins umhverfisvænar og hægt er. Við höfum minnkað notkun eða hætt alveg með ytri umbúðir, minnkað merkimiðana og bakka, ásamt því að létta lokin á krukkurnar. Við skoðum alltaf umbúðakerfi sem hjálpa neytendum að minnka sóun, svo sem með því að bjóða uppá litla skammta sem miða að því að neytandinn fái nákvæmlega það magn sem hann þarf.

Samgöngur

Sacla heldur áfram að nota ítalskt hráefni þar sem það er möguleiki til að draga úr notkun á samgöngutækjum og minnka þannig losun koltvísýrings. Við skuldbindum okkur til að nota farartæki sem menga minna, fullhlaðnar lestar eða ökutæki með forgang en forðast flugsamgöngur. Þessi skuldbing er möguleg vegna okkar nána samstarfs við flutningsaðila sem hafa svipaðan metnað og við og styðja okkur á hverjum degi.