Finndu vörur þínar hér!

Finndu vörur þínar hér!

corona

RÆTUR OKKAR

Saclà, Famiglia Italiana dal 1939

Við blöndum saman ástríðu, hefðum og besta hráefninu svo þú megir njóta þess besta í mat.

history of Saclà
Það var árið 1939 sem Secondo Ercole og eiginkona hans Piera Campanella fengu einfalda hugmynd sem engum hafði dottið í hug fyrr. Secondo vissi að Asti-héraðið, sem staðsett er í Tanaro dalnum (Piedmont svæðið, Norður-ítalíu) var frjósamt svæði, og hann hóf að safna fersku hráefni frá bændunum á svæðinu svo þess mætti njóta allt árið – jafnvel þegar ferskt grænmeti væri ekki lengur á boðstólum – og varðveita bragðgæði þess.
1939, start!

storia02
Það var á á þessum uppgangstímum sem Sacla kynnti til sögunnar steinlausar ólífur og varð frumkvöðull að því að taka í notkun glerkrukkur með skrúfuðu loki fyrir sýrðar vörur. Þessar glerkrukkur, sem voru þá nýlunda á Ítaliu, hafði Lorenzo Ercole komið með frá Ameríku. Lorenzo er sonur Secondo og Piero og er í dag forstjóri fyrirtækisins Sacla en einnig Cavaliere del Lavoro.
1960s

storia02
Sacla ólífur, antipasti í olíu og súrsað grænmeti urðu þekktustu vörumerki Sacla á áttunda áratugnum þegar fyrirtækið auglýsti í þættinum Carosello. Þáttur sem hafði rutt brautina fyrir auglýsingar í sjónvarpi og ógleymanlegar laglínurnar hljómuðu um Ítalíu; „Olivolì, Olivolà, Olive Saclà!“
1970s

storia03
Á níunda áratugnum litu dagsljósið mikilvægar nýjungar; pestó- og pastasósur Sacla, sem byggðu á hinni rómuðu matarhefð Ítalíu.
1980s

storia04
Eftir hinn frábæra árangur heima á Ítalíu fór Sacla að færa út kvíarnar á erlendum mörkuðum og markaðsetti ekta ítalskan mat, þar sem sameinaðar voru stöðugar nýjungar og fjölbreytileiki ítalskrar matargerðar. Fyrstu dótturfélögin voru stofnuð í Bretlandi (1991), Frakklandi (1995) og Þýskalandi (1999).
1990s

storia06

Áfram kemur Sacla með nýjar vörur og bætir í úrvalið af pastasósunum – breytir sólþroskuðum, ítölskum konfekttómötum í frábærar sósur, bita fyrir bita. Þegar hér er komið við sögu fur Saclà náð að komast inná rúmlega 60 markaðssvæði, með þétt net sölu- og samstarfsaðila um allan heim og árið 2011 er enn eitt dótturfélagið stofnað og nú í annarri heimsálfu (USA).

2010s

Saclà heldur áfram að vaxa og nýtt svæði í Castello di Annone (Asti) hefur verið opnað nú þegar.

Í dag er það aðal vöruhúsið og rúmar 16.200 pallettur. Á næstu árum munum við halda áfram að þróa og stækka svæðið með byggingu sem verður 26.500 fm að flatarmáli. Hún mun hýsa allar okkar framleiðslu- og áfyllingarlínur (ein framleiðslulína er þegar uppsett og í notkun).

2020

storia05
Sacla hefur ætíð verið fjölskyldurekið fyrirtæki og er í dag stjórnað af annarri og þriðju kynslóð Ercole-fjölskyldunnar (á myndinni er Chiara Ercole, aðstoðarforstjóri og dóttir Lorenzo): ástríða þeirra og dálæti á hefðbundnum, ekta ítölskum mat er, nú sem fyrr, drifkraftur tækniframfara og vöruþróunar.
TODAY