4
fyrir60
mínAuðvelt
erfiðleikastigTil fróðleiks
Hefunartími: 90 mínútur.
Uppskrift eftir Berglind Hreiðarsdóttir & Hermann Hermannsson (IG profile @gotterioggersemar)
Innihald
Brauðbollujólatré uppskrift
150 g smjör
430 ml nýmjólk
2 pk þurrger (2x 11,8 g)
110 g sykur
820 g hveiti
1 tsk. salt
Fylling og toppur
1 dós mozzarellaperlur
1 krukka Saclà Wild Garlic pestó
1 pískað egg
70 g smjör
1 hvítlauksrif
½ tsk. hvítlauksduft
¼ tsk. pipar
Oregano
Rósmarín
Gróft salt
Rifinn parmesanostur (ef vill)
Aðferð
1 Bolludeig: Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við. Hitið þar til blandan velgist, takið af hellunni og hrærið gerinu út í blönduna, leyfið gerinu að liggja í pottinum á meðan annað er undirbúið.
2 Setjið sykur, hveiti og salt í hrærivélarskálina og blandið saman með króknum.
3 Hellið mjólkurblöndunni rólega saman við á meðan þið hnoðið deigið með króknum þar til það myndar kúlu.
4 Takið kúluna upp úr, hnoðið aðeins í höndunum og setjið hana síðan í skál sem búið er að pensla með matarolíu og snúið henni einu sinni í skálinni til að deigkúlan hjúpist öll með olíu.
5 Plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í 45-60 mínútur.
6 Hitið ofninn í 220°C og skiptið deiginu niður í 30 hluta.
7 Fylling: Takið hvern hluta af deigi, fletjið það aðeins út í köntunum með fingrunum en haldið þykktinni í miðjunni, leggjið það í lófann, setjið um ½ teskeið af pestó í miðjuna og eina mozzarellaperlu. Pakkið pestó og osti síðan varlega inn í deigið og klemmið það saman á samskeytunum. Leggið hverja bollu síðan niður þannig að sárið vísi niður á ofnplötuna og slétta hliðin upp.
8 Raðið þeim eins og jólatré á bökunarpappír á bökunarplötu og leyfið þeim að hefast aftur í um 15-30 mínútur undir röku viskastykki. Ég nýtti bökunarplötuna alveg til hliðanna og náði því nokkuð stóru jólatré en að sjálfsögðu má gera aðeins minna og nýta þá afgangs deig í stakar bollur sem bakaðar eru til hliðar á plötunni.
9 Penslið með pískuðu eggi og bakið í um 12-15 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.
10 Toppur: Bræðið á meðan smjörið, rífið hvítlaukinn útí og setjið hvítlauksduft, pipar, oregano og rósmarín saman við.
11 Þegar bollujólatréð kemur úr ofninum má pensla kryddsmjörinu yfir allt og leyfa brauðinu að drekka í sig smjörið. Að lokum má síðan strá smá grófu salti yfir allt saman og einnig parmesanosti ef vill.
12 Gott er að hafa pizzasósu til hliðar fyrir þá sem vilja dýfa bollunum í slíkt en það er hins vegar ekki nauðsynlegt, bollurnar eru dásamlegar einar og sér.
Aðferð
1 Bolludeig: Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við. Hitið þar til blandan velgist, takið af hellunni og hrærið gerinu út í blönduna, leyfið gerinu að liggja í pottinum á meðan annað er undirbúið.
2 Setjið sykur, hveiti og salt í hrærivélarskálina og blandið saman með króknum.
3 Hellið mjólkurblöndunni rólega saman við á meðan þið hnoðið deigið með króknum þar til það myndar kúlu.
4 Takið kúluna upp úr, hnoðið aðeins í höndunum og setjið hana síðan í skál sem búið er að pensla með matarolíu og snúið henni einu sinni í skálinni til að deigkúlan hjúpist öll með olíu.
5 Plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í 45-60 mínútur.
6 Hitið ofninn í 220°C og skiptið deiginu niður í 30 hluta.
7 Fylling: Takið hvern hluta af deigi, fletjið það aðeins út í köntunum með fingrunum en haldið þykktinni í miðjunni, leggjið það í lófann, setjið um ½ teskeið af pestó í miðjuna og eina mozzarellaperlu. Pakkið pestó og osti síðan varlega inn í deigið og klemmið það saman á samskeytunum. Leggið hverja bollu síðan niður þannig að sárið vísi niður á ofnplötuna og slétta hliðin upp.
8 Raðið þeim eins og jólatré á bökunarpappír á bökunarplötu og leyfið þeim að hefast aftur í um 15-30 mínútur undir röku viskastykki. Ég nýtti bökunarplötuna alveg til hliðanna og náði því nokkuð stóru jólatré en að sjálfsögðu má gera aðeins minna og nýta þá afgangs deig í stakar bollur sem bakaðar eru til hliðar á plötunni.
9 Penslið með pískuðu eggi og bakið í um 12-15 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.
10 Toppur: Bræðið á meðan smjörið, rífið hvítlaukinn útí og setjið hvítlauksduft, pipar, oregano og rósmarín saman við.
11 Þegar bollujólatréð kemur úr ofninum má pensla kryddsmjörinu yfir allt og leyfa brauðinu að drekka í sig smjörið. Að lokum má síðan strá smá grófu salti yfir allt saman og einnig parmesanosti ef vill.
12 Gott er að hafa pizzasósu til hliðar fyrir þá sem vilja dýfa bollunum í slíkt en það er hins vegar ekki nauðsynlegt, bollurnar eru dásamlegar einar og sér.
Vættu matarlyst þína með okkar
Pestói
-
Pestó pizza með avocado, klettasalati og bláberjum
-
Sumarlegar kjötsamlokur með spicy pestói
-
Brauðbollur með rauðu pestói, ólífum og rifnum osti