4
fyrir60
mínAuðvelt
erfiðleikastigTil fróðleiks
Uppskrift eftir Helga María & Júlía Sif (IG profile @veganistur.is)
Innihald
Nautalund
800-900 g nautalund
300 ml soyasósa
Pipar
Smjör
Kartöflur
750 g rauðar kartöflur (eða smælki ef þið komist í slíkt)
1 ½ laukur
4 hvítlauksrif
3 msk. ólífuolía
Salt og pipar
Saclà truffluolía (Tartufo)
Trufflu majónes
120 g majónes
1 hvítlauksrif (rifið)
2 msk. Sacla truffluolía (Tartufo)
½ tsk. pipar
Sveppasósa
125 g kastaníusveppir
125 g portobellosveppir
30 g smjör
500 ml rjómi
½ kryddostur með villisveppum
1 msk. nautakraftur
Salt og pipar
Aðferð
1 Truffluolía er herramanns matur og alltaf þegar ég nota slíka í matargerð finnst mér ég vera ægilega „fansí“. Það er akkúrat eins og þessi uppskrift hér, hún er lúxus um leið og hún er afar einföld og góð!
2 Nautalund: Snyrtið lundina og leggið hana í soyasósuna í um klukkustund í marineringu á meðan þið útbúið meðlætið.
3 Grillið lundina á vel heitu grilli þar til þeim eldunartíma sem þið óskið eftir er náð og nuddið með smá smjöri og piprið þegar hún er tilbúin.
4 Leyfið kjötinu að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í það.
5 Kartöflur: Hitið ofninn í 200°C. Skerið kartöflurnar niður í 2-4 hluta hverja (eftir stærð), sneiðið niður laukinn og afhýðið hvítlauksrifin.
6 Veltið öllu saman upp úr ólífuolíu, saltið og piprið og bakið í um 35 mínútur þar til kartöflurnar mýkjast.
7 Hellið truffluolíu yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum eftir smekk.
8 Trufflu majónes: Pískið allt saman í skál og geymið þar til bera á fram matinn. Trufflu majónesið er síðan hugsað sem dressing yfir kartöflurnar.
9 Sveppasósa: Skerið niður sveppina og steikið þá upp úr smjörinu þar til þeir mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
10 Hellið rjómanum yfir og rífið ostinn niður í pottinn.
11 Leyfið að sjóða niður þar til sósan þykknar og osturinn bráðnar.
12 Kryddið til með nautakrafti, salti og pipar.
Aðferð
1 Truffluolía er herramanns matur og alltaf þegar ég nota slíka í matargerð finnst mér ég vera ægilega „fansí“. Það er akkúrat eins og þessi uppskrift hér, hún er lúxus um leið og hún er afar einföld og góð!
2 Nautalund: Snyrtið lundina og leggið hana í soyasósuna í um klukkustund í marineringu á meðan þið útbúið meðlætið.
3 Grillið lundina á vel heitu grilli þar til þeim eldunartíma sem þið óskið eftir er náð og nuddið með smá smjöri og piprið þegar hún er tilbúin.
4 Leyfið kjötinu að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í það.
5 Kartöflur: Hitið ofninn í 200°C. Skerið kartöflurnar niður í 2-4 hluta hverja (eftir stærð), sneiðið niður laukinn og afhýðið hvítlauksrifin.
6 Veltið öllu saman upp úr ólífuolíu, saltið og piprið og bakið í um 35 mínútur þar til kartöflurnar mýkjast.
7 Hellið truffluolíu yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum eftir smekk.
8 Trufflu majónes: Pískið allt saman í skál og geymið þar til bera á fram matinn. Trufflu majónesið er síðan hugsað sem dressing yfir kartöflurnar.
9 Sveppasósa: Skerið niður sveppina og steikið þá upp úr smjörinu þar til þeir mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
10 Hellið rjómanum yfir og rífið ostinn niður í pottinn.
11 Leyfið að sjóða niður þar til sósan þykknar og osturinn bráðnar.
12 Kryddið til með nautakrafti, salti og pipar.